Re: svar: skarðsheiði

Home Forums Umræður Almennt skarðsheiði Re: svar: skarðsheiði

#53268
Björk
Participant

Ég, Sveinborg og Sædís lögðum fórum í Skarðsheiðina á sunnudaginn. Áður en klifrið/bröltið hófst hittum við Ársælinga sem þar voru á vetrarfjallamennskunámskeiði. Við tróðum okkur þar á milli.

Aðstæður hafa verið betri. Það var ekkert allt of mikið af ís og snjó (meira svona snjófrauð og ísskán á klettum) og þ.a.l. voru skrúfur t.d. ekki vel nothæfar en þó stundum hægt að koma einni og einni inn. Meira notast við akkeri, slinga og hnetur.

Þetta tók sinn tíma m.a. vegna þess hve margir voru á ferðinni.

Vorum komin uppá topp eftir myrkur og komið í bælið kl. 02 eftir stopp á Subway á Ártúsnbrekkunni sem er víst opið 24/7.

Setti nokkrar myndir inná mínar síður.

http://isalp.is/art.php?f=123&p=586