Re: svar: Skálarnir og nefndir ?

Home Forums Umræður Almennt Skálarnir og nefndir ? Re: svar: Skálarnir og nefndir ?

#47980
1410693309
Member

Er það rétt sem mér heyrist (Kalli)? Er einhver að hugsa um það í alvöru að gefa skálann uppá bátinn og reisa e-s konar appelsínugulan plastdall í staðinn? Minni á að skálinn hefur ríkt varðveislugildi auk þess sem það getur verið talsvert vesen að reisa nýjan skála af ýmsum ástæðum (sbr. t.d. Fimmvörðuhálsmálið skemmtilega). Hvað sem líður hugmyndum björgunarsveitarmanna um endurreisn Tindfjallasels (neðsta skála) þá mun þessi skáli alltaf standa fyrir sínu sem best staðsetti skálinn á svæðinu. Það ættu jafnvel Norðlendingar að vita. Ég get svo bætt því við að ég var þarna síðast um páskana og þá var skálinn þurr og þriflegur (fyrir utan eina dýnu sem Jón Gauti Jónsson bleytti um nóttina), nóg af gasi á kútunum og eldhúsbúnaður á sínum stað. Ég veit ekki betur en að nægilega margar spýtur séu ófúnar í skálanum svo að enn sé hægt að halda honum við (þið leiðréttið það ef rangt reynist) með ófaglærðu vinnuafli. Sting uppá að við hættum þessi svartnættisrausi og söfnun heldur liði í viðhaldsferðina í sumar.
Kv. Skúli Magg.