Re: svar: Skál

Home Forums Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Skál

#51952
0808794749
Member

Nú sé ég að Valli er greinilega miklu betur að sér í félagsvísindalegum aðferðafræðum en við í stjórn. Það hefði ekki verið ónýtt að hafa hann innan handar við þá við vinnu.

Það er auðvelt að vera hressi gaurinn og skipuleggja festivöl og myndasýningar en að taka ákvörðun eins og að selja skála er ekkert einfalt.
Niðurstöður könnunar eru alls ekki það eina sem við byggjum þessa tillögu á. Frumgögn eins og gestabók hafa sannarlega verið skoðuð. Ég er reyndar ekki með tölurnar til taks en fyrir 3 vikum þegar ég var þar á ferð þá höfðu held ég 7 hópar heimsótt skálann á heilu ári! Og ekki höfðu heimsóknirnar verið mikið fleiri árið áður. Það get ég nú ekki sagt að sé mikill gestagangur.

Eins og Smári segir þá hverfur skálinn ekki. Þó Ferðafélagið sé kannski í sumra augum bara félagsskapur liðs í háum legghlífum með göngustafi, þá er félagið miklu betur í stakk búið til að halda utan viðhald á svona skála heldur en ÍSALP. Félagsmenn eru yfir 7000, þeir reka skrifstofu, eiga bíla og verkfæri. Þeir selja þjónustu og geta rekið batteríið.
Ég treysti þeim því vel til að gera vel við Tindfjallaskála.

Ég er sannfærð um að við eigum að gera það sem við erum best í. Halda festivöl, myndasýningar og kynna fjallamennsku. Við vorum einu sinni góð í því að halda úti fjallaskálum og unnu þar einstaklingar óeigingjarnt starf en nú held ég að það sé kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir og taka erfiða ákvörðun.

Ég er búin að hitta fjölmarga félaga í klúbbnum undanfarið, sem lýsa yfir stuðningi við þessi áform. En ef niðurstaða fundar verður sú að eindreginn vilji félagsmanna sé sá að fresta/hætta við sölu skálans, þá vonast ég til að við sama tilefni verði til öflug skálanefnd sem hefur umsjón með báðum skálum ÍSALP.

Hlakka til fjörugra umræðna á fundinum.