Re: svar: Púlkur

Home Forums Umræður Keypt & selt Púlkur Re: svar: Púlkur

#54028
0503664729
Participant

Voðaleg trúarbrögð eru þetta. Eru allir í Krossinum?
Í venjulegum skíðaferðum eins og yfir hálendið eða Vatnajökul hefur maður ekkert við kjálka að gera. Það er einungis í vissum bratta niður á við og færi sem kjálkarnir koma að góðum notum. Fæstir eru að jafnaði að skíða niður troðnar brekkur með akfeita karla, lifandi eða dauða, í púlkunni.
Að ferðast með kjálkalausa púlku með teygjukerfi er hreinasta snilld. Ekkert mál að skíðan niður brekkur. Maður skellir einfaldlega farungursteygjum undir og málið er dautt.
Dettur ekki í hug að segja neitt ljótt um skíðasleða. Karl mundi froðufella. Í flestum tilfellum eru púlkur síst verri.