Re: svar: Púlkur

Home Forums Umræður Keypt & selt Púlkur Re: svar: Púlkur

#54027
0801667969
Member

Verð að viðurkenna að ég hef ekki dregið skíðasleða nema jú þegar ég plataði Jóa Kjartans til að sækja með mér 200 kg. stjörnugír úr flugvélahreyfli í Gígjökli. Drógum þetta niður jökul og yfir ísi lagt Lónið vetur 1999. Ég sá ekki fyrir mér að þennan sleða væri hægt að setja á bakið þ.e.a.s. án stjörnugírs.

Hafa menn verið að nota þessa skíðasleða með kjálkum eða án? Er auðvelt að henda þessu á bakið.

Var einmitt að koma niður brekku með sjúkling á skíðaselinni (með kjálkum). Heildarþyngd með “sjúkrapúlkunni” hefur verið 130 kg. Hefði ekki viljað fara með þann þunga í bandi. Hvorki mín vegna eða sjúklings.

Málið er kjálkar hvort sem notuð eru skíði eða eitthvað annað og Allt á jörðina ekkert á bakið.

Kv. Árni Alf.