Re: svar: Púlkur

Home Forums Umræður Keypt & selt Púlkur Re: svar: Púlkur

#54026
Anonymous
Inactive

Fyrir nokkrum árum síðan voru 4 skíðamenn á leið yfir Vatnajökul með eina hefðbundna púlku sem einn dró en hinir þrír voru með sleða(púlkur með skíðum neðan á) í eftirdragi. Í Kverkfjöllum var allur farangurinn samviskulega viktaður og honum deilt í 4 jafnþunga parta. Á fyrsta degi fór sá sem dró púlkuna að dragast verulega aftur úr hinum þremur og var tekið á það ráð að létta verulega af púlkunni yfir á sleðana. Svolitlu seinna var enn létt. Mönnum leiddist þófið og var á endanum allt draslið tekið af púlkunni og henni komið fyrir ofan á einum sleðanum og 4 menn skiptust á að draga 3 sleða. Þetta segir nú það sem segja þarf um allt þetta. En að sjálfsögðu fer þetta talsvert eftir færi í hvert skipti.