Re: svar: Púlkur

Home Forums Umræður Keypt & selt Púlkur Re: svar: Púlkur

#54045
0309673729
Participant

Passar, við notuðum Brunnár-sleða. Þeir reyndust frábærlega. Ég mæli eindregið með að fólk fjárfesti í original eintaki.

Færið upp Grímsfjallið var þungt, langleiðina upp á hné á skíðum. Ég á mynd af tveimur varnaliðsberserkjum paufast þarna upp með eina púlku. Annar dró en hinn ýtti. Svo fóru þeir niður og náðu í hina. Við sem höfðum sleðana máttum bíða heillengi eftir þeim uppi. Auðvitað hefðum við átt að setja púlkurnar á sleðana og hjálpast síðan saman upp með allt draslið. Það var bara svo miklu skemmtilegra að sjá þessa berserki hafa svona mikið fyrir þessu.