Re: svar: Ný stjórn

Home Forums Umræður Almennt Ný stjórn Re: svar: Ný stjórn

#51131
1908803629
Participant

Ég er einn af meðlimum nýrrar stjórnar og tek ég því ábendingar Árna vel til greina. Ég held þó að við öll sem komum með hugmyndir að breyttum áherslum höfum fyrst og fremst verið að horfa fram á við og einblína á að gera gott betur.

Hafi mín orð verði mistúlkuð þannig að ég hafi verið að gagnrýna störf fyrri stjórnar þá biðst ég afsökunar á því. Ljóst er að heilmargt gott hefur verið unnið af þeim og munu okkar störf byggja á þeim góða grunni sem hefur verið lagður af fyrirverum okkar.

Annars þakka ég fyrir jákvætt viðhorf til nýju stjórnarinnar. Við ætlum að leggja línur fyrir áherslur ársins mjög fljótlega og verður það kynnt á vef Ísalp ásamt kynningu á meðlimum stjórnarinnar.