Re: svar: Ný stjórn

Home Forums Umræður Almennt Ný stjórn Re: svar: Ný stjórn

#51135
0703784699
Member

Ég sem hélt að gagnrýni mín hefði verið túlkuð sem skemmtiatriði á aðalfundinum?

En þau atriði sem ég vitnaði í voru ekki sérstaklega beint að fyrri stjórn, heldur allt síðan að klúbburinn byrjaði að dala uppúr ´97 eða fyrr og að félögum sem bíða eftir að hlutirnir gerist í staðinn f. að koma og leggja sitt á vogarskálarnar (ég þar með talinn). Síðustu árin í Mörkinni voru orðin ansi dræm og ekki batnaði það með því að færa sig í núverandi aðstöðu. Netið hefur líka haft sín áhrif, nú fá allir sitt beint í æð af veraldarvefnum, nema kannski persónuleg samskipti sem að mínu mati eru mjög mikilvæg og hafa dalað nema á einstaka viðburðum einsog festivölum og myndasýningum.

Vil ég nota tækifærið nú og þakka Örlygi, Stebba og öðrum sem hafa starfað ötullega í mörg ár f. gott starf. Vandi núverandi stjórnar er sá sami og þeirrar fyrri, þeas ársritið :) . En að öllu gamni sleppt að þá er það raunin nú á 21 öldinni að fólk hefur minni tíma í klúbbastarf en vill fá meira útúr því, minni tími hjá öllu, allir svo uppteknir af dagskránni á Skjá Einum. Ég tel að aðalhlutverk stjórenda er að virkja aðra með sér. Það kemur aldrei út ársrit nema að aðrir en stjórnarmeðlimir sjái um það, og stjórn sjái um að reka á eftir því og sjá til þess að það sé gert. Krafturinn sem leystur var úr læðingi f. þennan aðalfund ætti að nýta og reyna að drífa klúbbinn uppúr þeirri lægð sem hann hefur verið í, og er það kjörið starf nú á 30 starfsári. Sérstaklega þótti mér gaman að sjá styrktarsjóð Cintamani settann á stokk, eitthvað sem hefði mátt vera búið að gera f. löngu.

Ég var reyndar ekkert að grínast með það þegar ég sagði að það væri nú lágmark að vera með 10 fundi á ári, og ef fólk væri að bjóða sig fram og ætlaði bara að mæta á 4 að þá gæti það allt eins sleppt þessu. Það sér það hver viti borni maður að ef heill klúbbur á að vera rekinn á 4 fundum (sennilega 10 tíma vinna í það heila) að þá kemur ekki mikið útur því. Ég myndi leggja til að meðan að ný stjórn er virk og áhugasöm að hittast minnst á tveggja vikna fresti og reyna að framkvæma meira en að tala á fundum. Fá síðan nefndir (ritnefnd t.d.) til að hitta þau reglulega og fara yfir mál, og ef til vill klára einhver mál á fundum en ekki bara opna ný.

Annars að þá bíð ég mig fram í skemmtinefnd og vonast til að fá einhverja góða með mér ef ég fæ brautargengi stjónar í nefndina, og er þetta innlegg núna áframhald af þeirri skemmtun sem haldin var á aðalfundinum. Núverandi formaður talaði um það í framboðsræðu sinni að auka á hitting, t.d. eftir klifur sem væri vert að athuga. Ef einhver efast um hæfni mína til setu í skemmtinefnd að þá get ég sagt að ég er góður að stýra stólaleiknum sem var vinsælasta atriði árshátíðarinnar og jólaglöggsins til margra ára.

Annars að þá er margt og mikið starf framundan hjá stjórn, ársritið títtnefnda er á allra vörum en einnig mætti ….auka samstarf við erlenda alpaklúbba, vert er að minnast þess að árlega var farið að hitta franska alpaklúbbinn á klifurviku í Chamonix (lesa má um það í ársritinu, en Kalli Ingólfs, Gummi Tómasar og Tommi Júl fóru eitt árið), passa sérstaklega uppá það að stórir atburðir einsog festivöl detti ekki uppfyrir (veit að aðstæður skipta máli en alltaf má gera ferð úr öllu, taka smá mix ef enginn ísinn er en aðalatriðið er að missa ekki fasta árlega atburði úr dagskrá einu sinni, hver veit hvenær það getur gerst f. Telemarkfestivalið ef þeir góðu menn sem halda því á lofti núna missa móðinn), hraða-ísklifurkeppnin í turninum var góð hérna um árið, útgáfa Topo-a bæði á íslensku og ensku (kannski nóg á ensku?) og gaman væri að sjá það koma á netið einsog svo víða er (við erum nú búin að fá styrk f. það og því ætti að borga mönnum f. að klára það, því miður að þá er alltaf minna og minna um það að menn vinna sjálfboðastörf), útgáfa félagsskírteina þarf að vera taktföst (og hugsanlega með góðum afsláttum í búðum), árshátið og jólaglögg eiga hafa fast sæti (og þá ættu menn að spyrja sig af hverju bara 3 mættu, léleg tímasetning, illa auglýst eða annað?)….en þetta er svona það helsta sem mér kemur til huga núna, og ekki vil ég hafa þetta of langt heldur, en til að maður sjái hag sinn í að borga árgjald að þá þarf aðeins að spýta í lófana,

Þessi skrif eru ekki illa meint heldur vonandi til þess að sparka í rassa og í von um að sjá annars góðan klúbb ekki kvoðna niður,

Himmi a.k.a. Gimp