Re: svar: Ný lög og stefnumótun

Home Forums Umræður Almennt Ný lög og stefnumótun Re: svar: Ný lög og stefnumótun

#52435

Verð nú að viðurkenna að maður er ekki mikið stemmdur til að vera blanda sér í þessa umræðu. Í fyrsta lagi þá hef ég ekki mikið vit á svona lagastússi í félagsskap sem þessum og treysti í raun þeirri stjórn sem nú situr alveg fullkomlega til að meta það hvað þarf að gera í þessum málum. Held reyndar að þeir viti það einna best af öllum.

Ef stjórnin telur að þörf sé á breyttu orðalagi og skerpingu á texta (eða flækingu eins og sumir vilja meina), þá er það að öllum líkindum rétt. En að sjálfsögðu er gott að fá skoðanir annarra, ég tala nú ekki um þeirra sem hafa sjálfir setið í stjórn klúbbsins. Engu að síður tel ég að núverandi stjórn, að öllum ólöstuðum, sé í hvað bestri stöðu til að meta það hvað sé rétt að gera á þessari stundu.

Sterkustu rökin sem ég hef séð hjá þeim sem gagnrýna þessa tillögu stjórnar, er að það hefði mátt hafa tillöguna í nokkrum liðum svo taka mætti afstöðu til hvers liðar fyrir sig. En það er kannski bara til að flækja hlutina. Draumastaðan væru fullkomin lög sem allir gætu sætt sig við, samþykkt í einum rykk og farið svo út að klifra.

Málið er nefnilega að þessi klúbbur, eins og þungaviktamaður einn innan okkar raða sagði svo réttilega, gengur út á að vera úti að leika… ekki inni að þrefa um hundleiðinlega lagabókstafi.

En mikið rosalega líst mér vel á þetta nýja ákvæði um að maður geti látið einhvern skila inn atkvæði fyrir sig ef maður t.d. býr að mestu erlendis, eins og á við í mínu tilfelli. En nú fæ ég ekki að kjósa um þessi nýju lög, grát grát :(

Þetta er orðinn hudnleiðinlegt hjá mér og allir hættir að lesa svo ég kveð að sinni.

– Saludos