Re: svar: Naustahvilftin á laugardaginn

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Naustahvilftin á laugardaginn Re: svar: Naustahvilftin á laugardaginn

#50216
0203775509
Member

Við vorum fimm á ferðinni á Sólheimajökli á laugardaginn. Ágætis veður framan af en svo ærið blautt og hvasst… Við leituðum að hentugum og þægilegum stað til að berja klakann en fundum því miður fátt efnilegt þar sem ekki var beinlínis hætta á hruni eða þá að maður þurfti að tryggja og klifra með eitthvert snjófyllt ginnungagap við hliðina á sér. Eins var merkilegt hvað ísinn var stökkur, og nógu harður til að kengbeygja eitt axarblað sem var lítið eitt bogið fyrir.