Re: svar: Myndir

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Myndir Re: svar: Myndir

#50927
Anonymous
Inactive

Flottar myndir. Það var greinilegt að leiðirnar voru opnar efst, þ.e. rennandi vatn. Ég hugsa að þessi vika hafi gert það að verkum að leiðirnar hafi lokast að mestu og aðstæðurnar eins og þær geti bestar orðið. Það þarf alls ekki að þýða að það verði ekkert vatn þarna. Takið líka eftir Ísþilinu hægra megin við Paradísarheimt það heitir Dreitill minnir mig og það er augljóst af hverju hann heitir það þegar maður klifrar leiðina. Það er WI5+ leið og er stórkostlega gaman að klifra hana. Leið fullorðina eins og þú nefndir er sennilega leiðin hans Palla (þ.e. þegar hann loks gráðaði leið WI6). Svo eru einar tvær góðar leiðir ennþá austar ein nálægt hellinum(vestan við) Paradísarheimt og ein alveg austan við hellinn. það er leið sem við Palli klifruðum en náðum ekki nema rúmlega hálfa leið upp þannig að hún er ennþá óklifruð. Við vorum bara allt of miklir aumingjar til að klára leiðina eða kannski var það aldurinn :)
Í réttum aðstæðum ætti þessi leið alveg að liggja fyrir góðum klifrurum. Það má segja með réttu að Eyjafjöllin séu ekki í almennilegum aðstæðum nema á margra ára fresti svo nú er tækifæri.