Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

#53475
2806763069
Member

Gott mál. Ég gerði ekki ráð fyrir öðru en að þú skildir þessi sjónarmið. Og ég er mjög sammála því að ykkar leið sé boltuð.

Hinsvegar hefur það að aðeins Robbi setti spurningarmerki við hvort ætti að bolta eða ekki bolta aðeins styrkt mig í þeirri trú að þeir sem eru í fararbroddi hverju sinni verði að virða þær óskrifuðu reglur sem almennt eru við líði.

Ég vona að þessi umræða hafi vakið einhverja til umhugsunar og ég vona að fleirri en bara við Haukur eigi eftir að húkka og berja í Síamtvíburan þó að engir verði boltarnir. Ég iða svo í skinninu að klippa í boltana frá Oympíska félaginu.

Ég skil einnig vel þessi sjónarmið um að lyfta mixi á hærra plan – fyrir mér eru vissar grunnreglur einfaldlega mikilvægari. Án þeirra væri klifur bara eins og hver önnur íþrótt!

Það er líka nóg af línum þarna sem verða ekki klifraðar án bolta – svo ég hef engar áhyggjur af því að þeir sem bara vilja nota tvista og örfáar ísskrúfur hafi nóg að gera þarna á næstunni.

Jóla jóla,

Ívar