Re: svar: Loco for Coco!

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Loco for Coco! Re: svar: Loco for Coco!

#53935
Ólafur
Participant

Eitt sinn fyrir margt löngu klifraði ég þessa ágætu leið. Það er svosem ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að þegar ég er kominn efst í leiðina og farinn að sjá til lands þá kemur í ljós ca 30 cm þversprunga gegnum kertið. Kertið hafði semsagt sunkað niður og stóð uppá endann (eins og kerti eiga náttúrulega að gera).

Þessa dagana sveifla ég exi mest við skógarhögg.

Svo klifraði ég náttúrulega Ópið líka 1994 en gleymdi bara að segja frá því og filman sneri öfugt í myndavélinni.