Re: svar: leiðarvísir

Home Forums Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52880
Skabbi
Participant

Mér finnst það ekki hafa komið nógu vel fram í þessari umræðu að meginástæðan fyrir því að ný leið að Valshamri var valin er sú að veginum um sumarbústaðalandið er læst á kvöldin. Ófáir klifrarar hafa brennt sig á þessu undanfarin tvö sumur. Til stendur að læsa veginum allan sólarhringinn. Bæði landeigandi og formaður sumarbústaðaeiganda staðhæfa að vegurinn um sumarbústaðalandið sé einkavegur sem þeim sé frjálst að læsa að vild, enda sé það gert til að verja bústaðina frekari gripdeildum.

Vissulega var það til að ýta frekar við stjórninni að nýjir bústaðir voru byggðir á gamla stígnum sem tilheyra óbilgjörnum eiganda, en að okkar mati var óumflýjanlegt að finna nýja leið að klettinum sem klifrarar hefði óheftan aðgang að.

Auðvitað er mönnum frjáls að stinga sér inn á sumarbústaðasvæðið og þræða í kringum nýju bústaðina en þá þýðir heldur ekki að kvarta ef menn læsast inni og eru skammaðir af Skúla fúla.

Hopp Schweiz!

Skabbi