Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52745
Skabbi
Participant

Ívar, ákvæðið um að hægt væri að stinga upp á mönnum á aðalfundi var í reynd sérlega ólýðræðislegt og furðulegt í framkvæmd. Það sást best á síðasta aðalfundi þar sem stungið var upp á fjólda fólks í eina lausa stöðu í stjórn, jafnvel fólki sem var erlendis. Eftir að búið var að manna stjórnina á fundinum var þess jafnframt krafist að kosið yrði um að skylda menn í stjórn sem annaðhvort ekki vildu taka að sér stjórnarstörf eða voru ekki á fundinum. Nýju lögin koma í veg fyrir svoleiðis fíflalæti en kom á engan hátt í veg fyrir að fólk sé hvatt til framboðs á aðalfundi, vanti fólk í stöður. Hvernig hefðir þú tekið því að vera kosinn í stjórn Ísalp á síðasta aðalfundi?

Palli, framkvæmd utankjörfundaratkvæða var rædd í þaula innan stjórnar. Niðurstaðan var sú sem kynnt hefur verið.
Geti sami einstaklingur farið með óheft umboð margra annara félagsmanna á fundinum býður það upp á að fáir mæti á aðalfund með mörg atkvæði á bak við sig. Við teljum að það rýri mjög umræður á fundinum og bjóði upp á smölun atkvæða, frekar en fólks, á aðalfundinn.

Við tökum engu að síður allar ábendingar varðandi nýju lögin til greina á meðan tími gefst til.

Allez!

Akbbi