Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52755
1108755689
Member

Sælar

Ég legg til að Palli (og aðrir sem vilja) sendi inn formlega lagabreytingatillögu í samræmi við sínar hugmyndir, sérstaklega varðandi þetta með framboðsfrestinn. Á aukaaðalfundinum verður þá kosið um þetta og málið útkljáð með þeim hætti og hægt að leggja þessari umræðu.

Á aukaaðalfundinum verður svo kosið um að samþykkja eða fella breytingatillögu Palla (ef hún er samþykkt telst tillögu stjórnar hafnað (held ég, fundarskapafróðir menn leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér)). Sé tillögunni hafnað er kosið um tillögu stjórnar.

Hafi breytingatillögur ekki borist fyrir fundinn og þær kynnt með viðunandi hætti fyrir félagsmönnum þarf ekkert að ræða þetta frekar. Félagsmenn kjósa því um að samþykkja eða hafna þeim tillögum sem fyrir liggja.

Bragi