Re: svar: klifurveggurinn í Björk

Home Forums Umræður Klettaklifur klifurveggurinn í Björk Re: svar: klifurveggurinn í Björk

#49642
2005774349
Member

Inniveggurinn hjá Björkunum er mjög fínn.
Og ég efast um að nokkur hafi eitthvað á móti honum (allavega ekki ég).
Klifurhúsið hefur átt í mjög fínu samstarfi við Bjarkirnar og við höfum farið þangað með námskeiðin okkar til þess að leyfa þeim að prófa klifur í línu.

Hinsvegar er enginn veggur á Íslandi enn sem komið er sem býður uppá alvöru aðstöðu til þess að klifra í línu (12-15 m háa veggi).
Þannig að flestir sem æfa, æfa stíft í Klifurhúsinu en kíkja svo endrum og eins í Bjarkarvegginn eða lauma sér inn með einhverjum hjá HSSR til þess að halda hæðargírnum í lagi.
Síðan eru alltaf einhverjir sem skella sér til útlanda í klifur þegar skammdegið ríkir á Íslandi ; )

Ég held að bestu klifuræfinguna megi fá með því að glíma sem mest við innigrjót yfir veturinn og skreppa svo endrum og eins til þess að fá smá fjölbreytni í hærri veggi.

Þetta er mín skoðun,

Hjalti Rafn.