Re: svar: Klifur í SV-Frakklandi (Minervois og Pyreneafjöll)

Home Forums Umræður Klettaklifur Klifur í SV-Frakklandi (Minervois og Pyreneafjöll) Re: svar: Klifur í SV-Frakklandi (Minervois og Pyreneafjöll)

#50562
0703784699
Member

já gaman að heyra að þið félagar höfðuð það gott…leiðinlegt að geta ekki hitt á ykkur, og leitt f. ykkur að missa af surfinu og strandarlífinu í Biarrtiz/Hossegor, en við eigum Tönnina og annað bara inni síðar. ´´Atti erfitt með að sætta mig við það að Airbus voru ofar á listanum yfir things to do en að skella sér í nokkrar öldur með mér.

Nú situr maður á hótelinu í BCN og heldur svo suður í hitann eftir helgi þar sem slappað verður af í Altea og kannski klipið í nokkra kletta með konunni það sem eftir lifir júlí mánaðr, enda feitur doðrantur með í för um klifur á Costa Blanca.

Vonandi nýtur þú ostanna og rauðvínsins þar sem strákarnir eru nú horfnir á vit ævintýranna heima á frónni, og gaman verður að heyra meira af þessum svaðilförum þegar heim kemur.

40 stiga hitakveðjur og pungsviti í samræmi við það,

Gimp