Re: svar: Klifur á Ítalíu

Home Forums Umræður Klettaklifur Klifur á Ítalíu Re: svar: Klifur á Ítalíu

#49345
2005774349
Member

….án þess að hafa nokkurn tíma klifrað þar sjálf : )

Það er náttúrlega Arco við Garda vatnið. Það er víst risa kalksteinssvæði sem búið er að klifra í lengi, með leiðum af öllum gráðum. Kirsty og Elvar fóru þangað með stelpurnar sínar fyrir svona tveimur þremur árum og fannst frábært. Held að Maggý og fleiri skvísur hafi líka klifrað þar og Stebbi og Bjössi fyrir löngu.

Stebbi Steinar Smárason hefur klifrað í Dólómítunum. Ætli það sé ekki mest fjölspanna dót þar. Það er hægt að finna leiðir af öllum gráðum þar líka -Sarah vinkona mín klifraði létta fjölspannaleið þar síðasta haust. Kannski er of snemmt að fara þangað að vorlagi? Gæti verið hrun og vesen ef svæðið er nýkomið undan vetri.

Hálfdán þekkir svo svæði aðeins sunnar – og veit örugglega um klifurveggi í Róm.