Re: svar: Kerlingareldur og Munkinn

Home Forums Umræður Klettaklifur Kerlingareldur og Munkinn Re: svar: Kerlingareldur og Munkinn

#50579
2003793739
Member

Jæja Siggi.
Það voru engin plön svikin um helgina.

Við Arnar frændi og Haukur bróðir tókum daginn snemma á laugardaginn of fórum í Munkan. Það var þrusað upp 3 leiðir og síðan kíkt aðeins á “Karlinn í Brúnni” í lokin. Við vorum komnir inn á Akureyri aftur um hádegið á þá var brunað á ættarmót á Grenivík.

Varðandi Kerlingareldinn þá kíktum við Arnar í hann í fyrra 2005. Við lentum í rigningu í stansinum milli 2 og 3 spannar og urðum frá að hverfa. Snilldar leið sem við mælum með, muna bara eftir hjálminum því þetta er ansi laust á köflum.

Kv
Halli