Re: svar: Jólaklifur um helgina

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Jólaklifur um helgina Re: svar: Jólaklifur um helgina

#52088

Verð að taka upp hanskann fyrir Smára. Vil ekki missa hann yfir á íslenskunámskeið að óþörfu, þegar annað og betra er hægt að gera við tímann. Enda hafði hann á réttu að standa… að hluta til allavega.

“Snjór” og “snær” er ekki samam orðið. Vissulega er “snær” í eignafalli “snævar”, en þar sem Smári var að tala um “snjó” þá var hann í fullum rétti að nota eignarfallsmyndina “snjós” því þær eru í raun þrjár gjaldgengar Auk þeirrar sem hann notaði eru “snjóvarins” og snjóarins” líka til. Hljómar asnalega en er rétt.

Vil benda áhugasömum á þessa síðu: http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/ en þar er hægt að slá inn ýmis orð og fá allar mögulegar myndir af þeim.

Varðandi “skíðun”. Það lítur oft einkennilega út að sjá sagnorðum breytt yfir í nafnorð eins og í þessu tilfelli. Er ekki tilvalið að notast bara við “skíðaiðkun” eða eitthvað álíka? Annars finnst mér “skíðun” ekki svo galið orð.

Nóg um þetta….

Vona að það verði eitthvað eftir af ís. Ekki lítur þetta neitt voðalega skemmtilega út í augnablikinu :(