Re: svar: Jæja krakkar – börnelille TELEMARK SVEIFLAN

Home Forums Umræður Almennt Jæja krakkar Re: svar: Jæja krakkar – börnelille TELEMARK SVEIFLAN

#48181
0704685149
Member

Það er nú hægt að gera fleira en að klifra þegar snjórinn og kuldinn kemur. Nú er búið að vera púðursnjór (eða mjöll eins og Húnbogi á Húsavík vill kalla það) hér fyrir norðan. Það er búið að taka fram skíðin og byrjað að æfa sveifluna á fullu.

Sjá heimasíðu skíðasvæðisins á Dalvík http://www.skidalvik.is og fara síðan á vefmyndavélina.
Skíðasvæðið á Ólafsfirði stefnir á að opna í dag sjá http://www.simnet.is/skiol.
Svo er mjög líklegt að Sigfirðingar fari að opna líka sjá
http://www.siglo.is/new/?mode=sidur&id=63&top=63
Enn er bið að Hlíðarfjall ( http://www.hlidarfjall.is) opni en maður veit aldrei þannig að fylgist með.

Einnig er hægt að slá á þráðinn og hlusta á símsvarana.
Dalvík 878 1606
Ólafsfjörður 878 1977
Siglufjörður 878 3399
Akureyri 878 1515

Það væri nú gaman ef þú sýndir sóma þinn Ívar og mundir mæta á Telemarkmótið eins og félagi Rúnar að Westan. Þá fengi Böbbi kannski aðeins meiri samkeppni. Þar sem þetta gamla lið að sunnan getur orðið ekkert á skíðum. Eða ertu enn fastur í hælinn með eitthvað fjallaskíðasyndrom?

Og nú snjóar enn á Akureyri
http://www.esso.is/Forsida/Vefmyndavelar/Akureyri/view.aspx?.

Jíbbí og vonandi nær þessi sunnanátt ekki svona langt norður í land sem á að skella á landinu á föstudaginn.

kv.
Bassi