Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › ísfestival › Re: svar: ísfestival
Daginn.
Þú auðvitað mynstrar þessa náunga í klúbbinn og í framhaldinu verður til Westfjarðadeild Ísalp.
Annars ætti þetta ekki að vera vandamál svo lengi sem húsrúm leyfir. Hótel Skaftafell er meira og minna bókað en ég var búinn að panta allt svefnpokaplassið sem eru 15 herbergi (2ja manna) og er með í bígerð að ræða við þá sem gera út félagsheimilið. Það er mjög mikilvægt að þeir sem ætla að mæta skrái sig sem allra fyrst þannig að það verði ekki vandamál með gistinguna og hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
Málið er að það er verið að taka upp Batman mynd þarna og tökurnar standa frá janúar og út mars og þetta lið er með öll herbergin á hótelinu pöntun.
Einar var svo búinn að lofa að fara á skeljarnar og panta gott veður þannig að þetta verður allt í besta lagi.
SKRÁIÐ YKKUR STRAX EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ MÆTA Á ÍSFESTIVALIÐ.
Kveðja
Halldór formaður