Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður › Re: svar: Hvunndagsklifrarar
6. March, 2006 at 19:40
#50358

Participant
Ég og Daði nokkur mættum með gírinn í skólann og spóluðum af stað um leið og bjalla hringdi út. Þar sem Sissi hafði lofað Kjósina svo mikið var stefnan tekin þangað. Fórum sama foss uppúr Kór og Sissi og félagar. Fossinn var í góðum aðstæðum nema eitt haftið var skelfilega blautt og morkinn ís svo axirnar héldust ekki inni. En með smá drullustrompun og ævintýramennsku redduðum við okkur framhjá haftinu og þá tók við frábær ís uppá brún. Tóm hamingja.
ági