Re: svar: Hvorki né

Home Forums Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Hvorki né

#49700
Hrappur
Member

þótt þessi veggur yrði boltaður þá yrðu þetta engar byrjandaleiðir. Svo held ég að Rafn hafi gert leið þarna á dóti í fyrra, Það hvort leiðir séu boltaðar fyrir byrjendur eða ekki er bara bull. Það geta allir sett top-rope ef þeir vilja vera í öruggu umhverfi, svo hélt ég að það að yfirstíga eiginn takmarkanir væri tilgangur leiksins, sama hvar sú takmörk liggja í gráðunum. Nú er ég ekki að segja öðrum fyrir hvernig þeir eigi að klifra en hefðin í Stardal er að bolta ekki. Hluti af erfiðleikagráðu margra leiða þarna er hversu erfit er að tryggja þær og leiðargerð er enganveginn lokið í Stardal (bendi á Nýju leið Rabba frá í fyrra sumar). Það var nú gert átak í að bolta léttar leiðir fyrir nokkrum árum á Hnappavöllum, svo að byrjendur hefðu úr einhverju að moða. Reyndin er að þessar leiðir eru ekki oft klifraðar, en eru þó til staðar.
Byrjendur verða ekki byrjendur til elífðar. Þeir annaðhvort hætta eða verða reynsluboltar. Og ef þeir verða reynsluboltar verður að vera eithvað handa þeim að gera, ævintýrið heldur áfram. Það ætti frekar að vera hvattning að ekki séu fleiri léttar leiðir, þá verða menn að takasig á og færa sig í erfiðari suff ef þeir eru orðnir leiðir á að klifra alltaf sömu leiðirnar. Þetta er allavegana mín reynsla, ég neydist til að verða betri til að geta klifrað nýjar leiðir. Ég hef ekki klifrað mikið í dalnum sjálfur hingað til, hef aðalega verið bolta klippari en hef í seinni tíð meira gaman af dótinu. Það fylgir því að maður klifrar ekki sömugráður og í boltum ,enda skiptir það engu máli, maður á að klifra leiðir en ekki gráður. Hversvegna geta byrjendur ekki sætt sig við að klifra kannski bara 5.4 í dóti? Við gömmlu karlarnir gerðum það flestir fyrst.
Hemmingway sagði að það væru bara til þrjár íþróttir; nautaat, Kapakstur og fjallaklifur. Restin væri bara leikir. Á að gera klifrið að einhverjum leik fyrir skrifstofufólk til að fara í hópeflingar ferðir?
Ég tel að að vissuleiti sé ég ,,hvorki né” (Andri;) um það hvar sé boltað en áskil mér sama rétt og ég gef öðrum og sá réttur er að fjarlæga hvern þann bolta sem ekki er þörf á, ég sé líka ekkert athugavert við það að menn geri slíkt hið sama við bolta sem ég hef sett inn, ef þeir geta klifrað án þeirra.