Re: svar: Hvar voru allir um helgina???

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hvar voru allir um helgina??? Re: svar: Hvar voru allir um helgina???

#48418
Ólafur
Participant

Sem höfundur myndatexta við umrædda mynd þá tek ég síðasta komment til mín. Ábendingin er góð og gild og sjálfsagt þekkja heimamenn varla nafnið Paradísarheimt. Að sama skapi eru trúlega ekki margir klifrarar sem þekkja nafnið Drífandi.
Ég er sammála því að reyna að halda í og vernda gömul örnefni þegar þau eru til staðar en skil ekki hversvegna ekki ætti að nota nöfn á klifurleiðum opinberlega. Hversvegna eru nöfn á klifurleiðum ekki jafn góð og gild og önnur örnefni?

Vita menn t.d. til þess að Þilið eða Óríon hafi einhver önnur nöfn?Ætti Ísalp ekki bara að setja sig í samband við örnefnanefnd?
Menn ættu samt að reyna að forðast rugling og misskilning og nota örnefni þegar þau eru til staðar. Heitir Grafarsfossinn t.d. ekki Mígandi í raun og veru?

Kv, ÓliRaggi