Re: svar: Hvar er Cameron Smith

Home Forums Umræður Almennt Hvar er Cameron Smith Re: svar: Hvar er Cameron Smith

#48494
Sissi
Moderator

Hið þéttriðna fréttanet mitt hermir að Cameron kallinn hafi mætt labbandi aftur niður í Jökulheima, á laugardaginn síðasta að ég held. Þá var hann búinn að reyna eitthvað en sleðinn víst kominn í eitthvað mauk, virtist ekki lokast almennilega og kjálkarnir sem hann notaði til að festa hann við sig bilaðir/brotnir. Menn reyndu eitthvað að lappa upp á þetta með honum og síðan var víst planið að hinkra þarna, gera við og bíða eftir sæmilegri spá.

Færið á svæðinu var þokkalegt, krapi inn á milli en hægt að þræða á milli. Fínt að komast að jöklinum, einhverjar smá sprungur og einhver krapi líka uppi á jökli.

Sizmeister