Re: svar: Hraundrangi?

Home Forums Umræður Klettaklifur Hraundrangi? Re: svar: Hraundrangi?

#53051
1908803629
Participant

Já, takk fyrir upplýsingarnar öll sömul en við Örn létum vaða í dag og gáfum okkur góðan tíma í þetta, samtals 8 tíma með tilheyrandi villugötum.

Hraun(hrúgu)drangi er klárlega magnaður tindur og með því svakalegasta sem ég hef farið til þessa, enda eini staðurinn þar sem ég treysti mosanum nánast meira en klettunum/steinunum/hrúgunum.

Ég tek undir með Árna að það mætti alveg bæta úr með upplýsingar um leiðina upp enda hægt að stuðla að stórbættu öryggi með því. Ég skora því á stjórnina að vinna að því sem fyrst.