Re: svar: Hlutverk ÍSALP

Home Forums Umræður Almennt Meðlimur af ISALP Re: svar: Hlutverk ÍSALP

#48118
0311783479
Member

Ég held að ég fari með rétt mál að Ísalp hafi nokkrum sinnum verið beðið af stjórnvöldum að gefa álit sitt á einhverjum lagafrumvörpum, sem eitt af hagsmunafélögum þeirra sem stunda fjallamennsku. Annað dæmi að ísalp hefur starfað með samtökum útivistarfélaga sem gaf út álit á umhverfismatinu á Kárahnjúkavirkjun (er það ekki re´tt hjá mér ???). Ef einhvern tímann stæði til að eyðileggja vinsælt klifur-/útivistarsvæði vegna einhverra misgáfulegra framkvæmda, hvort sem væri af hálfu opinberra eða einkaaðila þá væri ÍSALP einmitt rétti aðilinn til að tala fyrir hönd fjallamanna. Þetta er hagsmunabarátta sem ég held að við séum öll sammála um að ísalp starfræki.

Hvað önnur brýn hagsmunamál eins og tryggingar á boðlegu verði fyrir fjallamenn varðar, þá held ég að það sé einmitt eitthvað sem mætti leggja meiri kraft í að skoða, því það eru ekki allir sem njóta góðs af Landsbjargar tryggingunum sem eru nú svossem ekkert til að hrópa húrra fyrir ef maður tjónar sig stórkostlega.

-á hagsmunanótum
Halli