Re: svar: Hetjudáðirnar framundan

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hetjudáðirnar framundan Re: svar: Hetjudáðirnar framundan

#53210
0112873529
Member

Jamm það er klárlega málið að fara aftur austur í Berufjörðinn en það sem er efst á listanum hjá mér er N/vestur hlíðarnar undir Eyjafjallajökli á leið inn á Þórsmörk. Fórum þarna í Mars Apríl á þessu ári og klifruðum tvær leiðir í Stakkholtsgjá. En á þessum tíma voru aðstæður ekki góðar, frekar þunnur ís. En það er allt morandi í flottum leiðum þarna og umhverfið spillir ekki fyrir. Planið er að fara þarna í janúar og vera yfir helgi. Væri gaman að fá bara sem flesta í mörkina. Það væri bara stemmari að fjölmenna t.d. í Skagfjörðsskála og grilla góðan mat og svoleiðis,,,,,,,,.

Kv Danni G