Home › Forums › Umræður › Almennt › Heft aðgengi að Valshamri › Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

Ég og Viðar munum að öllum líkindum hitta formann sumarbústaðarsvæðisins og líklega landeigandann á morgun til að kíkja á aðstæður og ræða lausnir.
Markmið þessara fundar er að finna endanlega lausn sem tryggir óheftan aðgang klifrara að klettinum og að fullkomin sátt sé um þá lausn af báðum aðilum. Nú hef ég ekki skoðað “nýju akstursleiðina” en ef hún lítur vel út þá grunar mig að það sé hin endanlega lausn sem við erum að leita að þar sem hún fer, að mér skilst, í kringum sumarbústaðarsvæðið og því minni hætta á árekstrum í ókominni framtíð.
Ég vona bara að útivistarmenn fari ekki að setja það fyrir sig að þurfa að labba aðeins lengri vegalengd til að komast að klettinum… eða hvað?