Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Gullna reglan › Re: svar: Gull bull sull

Takk fyrir þetta Örlygur. Ég held að það sé óthætt að segja að þetta sé lang besta viðtalið sem ég hef gefið. Man reyndar ekkert eftir þessu en ég hef greinilega verið þroskaðari á þessum tíma en nú á síðari árum.
Hljómar kannski eins og sjálfshól en þetta segir allt sem segja þarf og ætti að vera aðgengilegt til útskýringa á vef klúbbsins.
(reyndar byggir þetta líklega mest á því að blaðamaðurinn hefur verið góður).
Reyndar er þetta með að ef maður er ekki að detta er maður ekki að reyna komið frá sportklifurferlinum. Ég hef að mestu haldið mig við hina gullnu reglu ísklifursins. Nema bara þegar línan hefur komið að ofan eða ekki verið til staðar. Treysti enganvegin þessum skrúfum og samvæmt minni tölfræði heldur bara 1 af hverjum 4 klettatryggingum.
Góða skemmtun í vetur!