Re: svar: Glymsgil og fleira

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Glymsgil og fleira Re: svar: Glymsgil og fleira

#49274
Anonymous
Inactive

Við Halli og Ingvar fórum inn Glymsgil og getum staðfest það að það er illmögulegt að komast inn í enda. Við fórum í Hval II og gekk það mjög vel. Við fórum leiðina í tveimur alveg stýfum 60 metra spönnum. Við fórum ekki orginal leiðina heldur fórum við upp talsvert vinstra megin við þar sem farið var upprunalega. Orginal leiðin endar í rúmlega 20m lóðréttu frekar kertuðu frístandandi kerti. Leiðin vinstra megin(sem við klifruðum) var frekar þunn á köflum og þurfti að taka dugleg “runout” í léttu klifri með litlar tryggingar. Krúxinn er rúmlega 10 metra mjög mjótt lóðrétt ísskjæni sem er alveg sæmilega tryggjanlegt. Þar fyrir ofan er ísinn alveg ótrúlega góður alveg upp á brún. Veður var frábær og allar aðstæður ákjósanlegar. Leiðin Greanpeace er þunn en klifranleg fyrir þá sem þora ef hægt er að böðlast fyrstu spönnina í mosaklifri og tryggingum sennilega með vörtusvínum. Mér sýndist Glymur og þrymur vera í aðstæðum og allt fyrir neðan hvalina, leiðir eins og Spönnin, Krókurinn, og Keldan eru í mega feitum og flottum aðstæðum. Hvalur I og Hvalur II eru báðir í góðum aðstæðum en Hvalur III er ekki alveg frosinn saman ennþá efst. Leiðirnar fyrir ofan Hvalina Þorsti, Garri og Svali eru í frábærum aðstæðum og get ég ekki annað en mælt með þeim fyrir þá sem vilja stuttar en krefjandi og glæsilega leiðir. Múlafjallið er í einstökum aðstæðum og hef ég sjaldan séð jafn mikinn ís þarna. Nú er um að gera að dusta rykið af öxunum og fara að leika sér.
Klifurkveðjur Olli