Re: svar: Gerðu áhugamál að atvinnu!

Home Forums Umræður Almennt Gerðu áhugamál að atvinnu! Re: svar: Gerðu áhugamál að atvinnu!

#51303
1606805639
Member

Langar til að taka undir með Sólrúnu. Námið á Hólum er virkilega líflegt og skemmtilegt. Það er brotið upp með skemmtilegum vettvangsferðum og oft er nemendum boðið á ráðstefnur og fyrirlestra.

Kennarar á Hólum leggja mikið upp úr því að fá gestakennara á svæðið. Nokkrir fjallamenn hafa verið þar á meðal t.d. Björn Vilhjálmss, Jón Gauti, Jökull Bermann og Jón Heiðar. Þeir hafa haft frá mörgu að segja og haldið magnaða fyrirlestra.

Ég er nú að ljúka öðru ári og hef starfað á sumrin við leiðsögn á fjöllum. Námið hefur komið að góðum notum á þeim vettvangi, og oft á tíðum hef ég getað tengt skólaverkefnin beint við starfið. Námið hefur líka opnað huga minn og ég hef kynnst fullt af frábæru fólki.
Margir möguleikar eru að loknu námi bæði framhaldsnám og í atvinnumálum því ferðaiðnaðurinn fer ört vaxandi.

Ef ég get svarað einhverjum spurningum endilega sendið á Vilborgarna@gmail.com

Kv, Villý