Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Forums Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við? Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

#47781
Jón Haukur
Participant

Er þessi hástemmdi pistill frá framsóknarráðherranum hluti af þessu sjónarspili eða fann hún það upp hjá sjálfri sér að mæra fjallamenn sérstaklega svona rétt fyrir kosningar.

Pistillinn minnir reyndar um margt á bréf eitt sem annar þingmaður sama flokks sendi á Ísalpfélaga fyrir kosningar fyrir nokkrum árum með álíka hástemmdum hugmyndum um fyrirgreiðslu sportsins.

Einhvern veginn finnst mér vefstjórinn vera að vomast yfir beinum styrkjum frá ríkisvaldinu til að halda kompaníinu gangandi. Það væri forvitnilegt að sjá meintann spurningalista.

Annars finnst mér hugmyndin um ríkisstyrkta fjallamennsku frekar óaðlaðandi. Persónulega finnst mér að fjallamennska sé grasrótarsport þar sem að framtak einstaklingsins á að vera í öndvegi. Hins vegar eru ýmis hagsmunamál sem eru okkur nátengd sem eru á valdi stjórnvalda, eins og til dæmis aðgengi að hálendinu.

Nú ef hið opinbera er til í að byggja 20 m háan leiðsluvegg hér í bænum, þá skal mæta á stundinni og jafnvel kjósa framsókn að launum…

enn á ný Ragnar Reykás