Re: svar: Fjallaskíði

Home Forums Umræður Almennt Fjallaskíði Re: svar: Fjallaskíði

#52363
0412805069
Member

Sæll

Aðalmálið í þessu er að vera í góðum skóm sem henta því sem þú ert aðallega að gera. Endatýpurnar eru annars vegar léttir og mjúkir skór sem henta vel á göngu en eru þá lakari í brekkurennsli og hinn endinn eru mjög stífir skór, oft án göngusóla og henta þeir í freeride aðstæðum og eru því of stífir fyrir þægilega göngu.

Ég fór milliveginn og nota Scarpa Spirit skó. Þeir eru mjög góðir til göngu og henta ágætlega í brekkurennsli. Ég prófaði líka Garmont skó, en þeir virðast vera of breiðir fyrir minn fót. Það réði nokkuð um valið. (http://www.scarpa-schuhe.de/start/index.php?page=11&child=3&pid=207)

Varðandi bindingarnar, þá mæli ég sterklega með Diamir Fritschi. Þær eru einfaldar, sterkar og auðstillanlegar. Ég hef ekki hitt einn einasta mann í ölpunum sem mælir með Dynafit. Flestir hrista hausinn þegar talað er um þær. Þær eru þó sniðugar og verðugt að skoða þær. Ég efa það ekki að nokkrir hér á spjallvefnum eigi eftir að lofa þær. (http://diamir.com/en/produkte/freerideplus.html?mid=produkte&sid=freerideplus)

Varðandi skíðin, þá er allur gangur á því hvað fólk er að taka. Allt frá örmjóum touring skíðum upp í feit púðurskíði. Þar fór ég líka milliveginn og tók skíði sem eiga að krossa freeride og touring. (http://www.blizzard-ski.com/goto/en/produkte/07_08/tourenski/free-adventure/free-pro)

S.s mæli með því að þú veljir skó og bindingar af kostgæfni og prófir þí áfram með skíðin.