Re: svar: Everest… Þetta er magnað!!

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Everest… eða hvað? Re: svar: Everest… Þetta er magnað!!

#50228
Sissi
Moderator

Nú er spurning hver ætlar að búa til Polli.is (Palli&Olli).

Stefnan er sett á Nepal. Palli ætlar að bolta Everest án súrefnis á föðurlandinu, og slá hraðamet í boltaíþróttum í leiðinni. Hann hefur haft samband við Rocky Balbóa (ísl. Steini Pepp) og fengið boltabyssuna hans að láni.

Olli ætlar bara að ganga Everesthringinn, 200 km hringur sem hann er búinn að spotta út með helstu tindum í nágrenninu.

“Ég nenni ekki þarna aftur, best að afgreiða þessa 8000 metra tinda í einum rygg og nýta aðlögunina. Svo er ég líka búinn með Nanoq hringinn,” segir Olli. Hann mun bara drekka íste á leiðinni og taka með sér tvö pör af gúmmískóm til öryggis.

Báðir munu þeir að sjálfsögðu klæðast þjóðlegum lopapeysum og nærast á hákarli, vel kæstum. Við óskum þeim félögum góðs gengis, en þeir hafa þegar hlotið styrk frá Landbúnaðarráðuneytinu, Ömmu flatkökum og Sægreifanum.

Kveðja,
Sissi