Re: svar: Er ekki komið nóg?

Home Forums Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: svar: Er ekki komið nóg?

#50336
Smári
Participant

sammála síðasta ræðumanni. nú er nóg komið, útivistin er í sókn á Íslandi og æ fleiri vilja njóta óspilltrar náttúru því er mikilvægt að grasrótarsambönd taki höndum saman í baráttunni gegn stóriðjustefnu stjórnvalda áður en verður um seinan. Ísland hefur ætíð verið rómað fyrir hreinlæti og óspillta náttúru, en sú ýmind hefur þegar verið sköðuð sb. mótmælin gegn pure Iceland (eða hvað það nú hét) í London. Eitthvað verður að gera áður en Ísland verður orðið tákn stóriðju í heiminum. Legg þess vegna til að ísalp taki af skarið og fái í lið með sér fleiri samtök, ferðafélagið, útivist o.fl. og mótmæli þessari vitleysu… hvernig það skuli gera er ég ekki viss um en umræðan er mikilvæg, væri gaman að heyra hvað fleirum finnst.

kveðja frá Noregi
Smári