Re: svar: Börn í klifri tryggð með seríu af tvistum

Home Forums Umræður Klettaklifur Börn í klifri tryggð með seríu af tvistum Re: svar: Börn í klifri tryggð með seríu af tvistum

#50308

Hmmm… sé ekki betur en að upphaflega hafi Helgi verið að gagnrýna það að krakkarnir væru í röð af tvistum hangandi í veggnum (eins og sést svo vel á myndinni). Það er nú frekar óábyrgt, varla ætlar Ásdís að fara mótmæla því.

Ég hef prófað vegginn í Björk svona tvisvar þrisvar, ágætis tilbreyting. En það sem vakti sérstaka athygli okkar síðast var að línurnar voru flestar mjög illa farnar og ein var svo slitin og brunnin að við sáum okkur knúna til að fara með hana í afgreiðsluna og láta vita af þessu. Sem sagt tókum hana úr umferð.

Þegar verið að rukka inn og skaffa búnað þá er nauðsynlegt að fólk sé öruggt með að hann sé í lagi. Ekki ólíklegt að fólk með litla sem enga reynslu komi að prófa, fólk sem kannski hefur ekki endilega reynslu til að meta það hvenær línur til að mynda, eru orðnar beinlínis hættulegar.

En hvað er ég að tjá mig… er nú bara hrokafullur typpalingur, a.k.a. karlmaður ;)