Re: svar: BD Avalung

Home Forums Umræður Skíði og bretti BD Avalung Re: svar: BD Avalung

#53588
2806735959
Member

Hef haft þennan búnað með mér á fjöll í nokkur skipti. Keypti hann til að prófa þegar gengið var hagstæðara. Blessunarlega aldrei komið að notum og því hef ég enga reynslu af því hvort þetta virkar þegar á reynir. Ég held að það sé þægilegra að vera með bakpoka með Avalung því það er svona smá vesen að vera með þetta og bakpoka. Það á sérstaklega við ef maður er að ferðast á snjóflóðasvæði og vill t.a.m. geta rennt niður úlpunni, þá er þetta fyrir (Avalung má ekki vera innanundir). Hins vegar skiptir það minna máli ef það á bara að nota þetta á niðurleiðinni. Commentin um færsluna á wildsnow.com eru áhugaverð.