Re: svar: BANFFFF

Home Forums Umræður Almennt BANFFFF Re: svar: BANFFFF

#52676
Björk
Participant

Seinna kvöldið var snilld, fyrra kvöldið bara la la.

Sigurvegari hátíðarinnar var klárlega hr. Gadd og gargandi snilld að fylgjast með honum og Svíanum saman. Það virðist eins og það fölni allir í samanbuðri við Gadd þar sem að Svíinn leit út eins og nöldrandi amma allan tímann. Gott dæmi:

Svíinn: “This part is just impossible, if I do this I could die” (einfölduð setning)
Gadd: “Ok… could you try harder?”

Svo var Aerialist góð… einhvern vegin beið ég alltaf eftir því að gaurinn myndi loks “fljúga” eins og hann langaði alltaf og steindrepast.

Fyrra kvöldið var soldið slappt fyrir utan auðvitað þrælgott Pakistan myndband strákanna “okkar” og átta spanna klettaklifrið.

Spurning hvort maður geti gengið í “The elite belayer association” eða er kannski íslenskt félag? Félag framúrskarandi tryggjara ;-)