Re: svar: Austfirðir

Home Forums Umræður Almennt Austfirðir Re: svar: Austfirðir

#54061

Gott að heyra að það sé eitthvað af ís þarna. Um daginn þegar við vorum þarna á ferð (þ.e. á Reyðarfirði og Eskifirði) var vart hundi út sígandi vegna veðurs og snjóflóðhættu auk þess sem skyggnið var skítt. Svekkjandi að geta ekki tékkað betur á hugsanlegum klifursvæðum. En eftir að við færðum okkur sunnar fór auðvitað ekkert á milli mála að þarna er heilmikið um pótensjal klifur eins og menn vita vel.

Þar se þú ert svona uppvíraður og sáttur þá er óhætt að gera ráð fyrir að þú klifrir eitthvað og gefir rapport. Bíðum spennt!

Góða skemmtun…