Re: svar: Ársrit og leiðarvísar

Home Forums Umræður Almennt Ársrit og leiðarvísar Re: svar: Ársrit og leiðarvísar

#47635
0704685149
Member

Mér finnst ársritið eiga rétt á sér í því formi sem það er. Því það hefur ákveðinn sjarma að liggja upp í rúmi og sofna út frá lestri um frægðarfarir og annan fróðleik. Ég sé það ekki alveg fyrir mér að vera með “lap-toppinn” tengdan á bumbunni upp í rúmi og sofna í bjarmanum frá skjánum.

En það er e.t.v. umhugsunarvert að setja leiðarvísa inn á lokað svæði á vefnum. En umsjónamaður vefsins ætti að svara því.

Síðan er ársritið einnig ákveðin gulrót, að mínu mati, fyrir því að borga ársgjaldið í Ísalp, þannig fær maður veraldlegan hlut í hendurnar því til staðfestingar að maður sé félagi. Því við dreifbýlistútturnar getum ekki notið hinnar frábæru félagsaðstöðu eða sótt námskeið og kynningar á vegum klúbbsins jafn reglulega og þeir sem búa á rigningarhorninu.

Og svo síðast en ekki síst þá er ársritið svo miklu miklu meira…sem þú getur lesið aftur og aftur