Re: svar: Ársrit og kynningarkvöld

Home Forums Umræður Almennt Ársrit og kynningarkvöld Re: svar: Ársrit og kynningarkvöld

#51684
Freyr Ingi
Participant

Takk fyrir góðar vðtökur á kynningarkvöldinu!

Samkvæmt greiningardeild alpaklúbbsins voru um 50 manns á svæðinu þegar mest lét og þrátt fyrir mikla kaffidrykkju var lítið um pústra og árekstra.

Sérstakar þakkir fá fyrirlesararnir sem stóðu sig með stakri prýði og voru þeir flestir innan 15 mín tímarammans sem þeim hafði verið gefinn. (2 af 4)

Þóttu menn þá einkar uppteknir af lestri hins nýja ársrits og er það vel. Þeir sem ekki komu við í Skútuvoginum í kvöld fá það heimsent á næstu dögum.

Og þá er bara að fara að undirbúa afmælisársritið 2007.
Greinar og myndir óskast!

Freyr Ingi