Re: svar: Alpaklifur, alpabrölt

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Alpaklifur, alpabrölt Re: svar: Alpaklifur, alpabrölt

#52769
2008633059
Member

Takk fyrir ábendinguna Ívar,

Verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér nógu vel þá gullnámu sem gömlu ársritin eru og hugsa að það eigi reyndar við um fleiri.

Nú veit ég ekki hvað miklar tekjur klúbburinn hefur af sölu gamalla ársrita eða hvað stór lager er eftir. En myndi það skemma fyrir sölu á þessu efni ef það væri gert aðgengilegra með því að skanna inn gömul tölublöð í pdf og setja á vefinn? Myndi fólk ekki samt vilja eiga þessi blöð á pappír. Ef til kæmi væri ég reyndar alveg til í að hjálpa til við að koma þessu á rafrænt form.

kv,
JLB