Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52262
0703784699
Member

hmm…man það ekki…og ekki hvað langt er síðan. En sá þetta bara með Haukadal…aldrei Mýrarhyrnu. Þar voru einhverjar leiðir skráðar einsog M6 sem Jeff fór…..var þetta ekki á netinu…og leiðin sem þú og Palli fóruð þar við hliðiná 4+ eða meira og svo leiðin sem ég og Jón fórum þar við hliðiná þennan fimmtudag og fyrsta dag festivalsins. Svo lengst til vinstri í því gili var leiðin hans Guy Lachelle og Ísfirðingurinn hélt í spottann sem var nú óþarfi því hann setti bara upp stansinn að undanskilinni einni skrúfu sem fór inn um miðbik leiðarinnar í næstum fullri spönn.

En já var þetta ekki skráð á netinu einhversstaðar? Rámar í að hafa fengið þann link hér umræðusíðum ísalp. En það var bara fyrir haukadal, en þar sem þetta var í sömu ferð bjóst ég við að Mýrarhyrnan væri á svipuðum slóð-um. Var þetta kannski í Ársriti?

Skal reyna að googla og sjá hvað setur…en man síðan bara eftir því að þú hélst á blaði og blýanti allan tímann á þessu festivali og spurðir alla gaumgæfilega hvað þeir klifruðu, gráðu og nafn og annað…en það var jú ´98.

Væri gaman ef það næðist nú að gera flottan TOPO-a f. ísklifur á íslandi og þá á ensku með. Skráning á nýjum leiðum hér á síðunni er fínt framtak en því miður að þá fer enginn og leitar eftir dagsetningum hvort að leið í hvalfirði var klifin. Þyrfti að vera flokkað eftir staðsetningu, eina sem vantar er tíminn…og ef menn leggjast á eitt að þá eru til myndir út um allt sem menn luma á.

kv.Himmi