Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48816
2806763069
Member

Þið eruð allir aumingjar og það að einhverjum detti í hug að bolta í stardalnum er eingöngu staðfestin á því. Til eru klifrarar sem hafa verið að gæla við að klifra línur vestan við Scottinn án þess að borvélar komi þar við sögu.

Ég skal hinsvegar ræða það að setja upp sig stanza á vel völdum stöðum til að gera klifur á svæðinu aðgengilegra.

Palli minn, hverskonar aumingja ertu að gera úr ungu strákunum. Er ekki nóg að þeir séu opinberlega vælandi yfir smá run-outi í Valshamri. Er það stefnan að þetta verði allt svo miklar skræfur að engin af ísleiðunum þínum verði nokkurntíman endurtekin, nema af Hardcore og þaðan af eldri refum?

Klifur er ekki íþrótt fyrir alla, þeir sem ekki geta leikið eftir reglunum ættu að spá í að taka upp golf (sem er víst líka íþrótt).

Ég legg til að Ísalp bjóði Leo Holuding og leifið honum að reyna sig við eitthvað af þessum leiðum sem þið viljið bolta. Þær sem honum finnst ógerlegar án boltunar mætti svo bolta og ég skal ekki kalla neinn aumingja fyrir það!

Ef þið tímið ekki að bjóða stráknum eða hann hefur ekki áhuga getið þið líka lesið greinina hans “Shall We Take a Drill” sem finna má á síðu 90 í The American Alpine Jornal frá árinu 2001.

Þessari umræðu er hér með lokið (punktur)!