Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48814
Anonymous
Inactive

Jæja nú fara allir sótraftar af stað!!!!!! Mín skoðun á þessu máli er sú að það eigi að vera í lagi að bolta allar leiðir þar sem ekki er við komið náttúrulegum tryggingum. Hugsið ykkur bergið í Stardal það er frábært og það er nóg af “face” leiðum þarna þar sem ekki eru neinir möguleikar á að koma inn dóti, jafnvel ekki míkródóti, sem myndu opnast ef farið væri að bolta þarna. Þeir sem bolta verða hins vegar að virða það að láta þá staði “ALGERLEGA” vera sem hægt er að tryggja á náttúrulegan hátt. Ég tala nú ekki um ef þeir færu að bolta klassíkar leiðir þá mundu okkar frumherjar snúa sér við í gröfinni eða velta sér á hina hliðina eða rísa upp á afturlappirnar hvar sem þeir eru staddir í tilverunni.
Olli