Re: Re:Veður á fjöllum

Home Forums Umræður Almennt Veður á fjöllum Re: Re:Veður á fjöllum

#55327

Nei hann gaf nú ekki mikið fyrir norsarana, væru að vísu góðir í að spá fyrir um veður í Noregi en handónýtir þegar kæmi að því að spá fyrir okkur t.d. Ástæðurnar eru einfaldar og skiljanlegar eins og hann útskýrði.

En sem sagt einn af mörgum góðum punktum hjá Hálfdáni var að þéttni spánetsins skiptir miklu máli og því þéttara sem það er þeim mun meira afl þarf í að reikna að sama skapi. Norsararnir reikna allt í spað heima hjá sér en netið er gisið annars staðar. Skiljanlega eru þeir ekkert að spandera reiknigetu í aðra.

Þessi pæling á líka við þegar við skoðum spár hér heima. Það er hægt að velja um mismikinn þéttleika (t.d. 1km, 3km, 9km) þegar spár eru skoðaðar á vefnum hér.

En það er of langt mál að fara út í allt sem hann talaði um í gær. Snilldarfyrirlestur! Takk.